Hef ekkert að segja!

Hæ,

jamm langt síðan síðast. Ég hef svo sem ekki mikið að segja. Er bara að rembast í skólanum, körfunni, ræktinni og tja þar sem maður venjulega er að rembast ;)

Núna rétt á eftir fer ég í körfu og hlakka helt vildt til eins og alltaf. Svo er tími á morgun um Rafræn viðskipti. Spennandi!!! Svo er það blessaður fredagsbarinn sem félagar mínir ætla að mæta á og eru eitthvað að plotta að fá mig með. Sé til hvað ég geri. Á laugardag er möguleiki að ég muni verma bekkinn þegar körfuboltafélagar mínir mæta til leiks. Munum leika á móti liði frá Fredericia, sem er staður á miðJótlandi ekki langt frá Middelfart...fyrir þau ykkar sem hafið smá landafræðiáhuga.

Jæja þetta verður ekki lengra og munið að undir blautu handklæði leynist oft raki. Gott að muna og enn betra að upplifa.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur